APR
15. - 18.

Heill heimur af börnum

Ísafirði

Í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá stofnun lýðveldis á Íslandi efna Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum til verkefnisins „Heill heimur af börnum – Börn setja mark sitt á Íslandskortið“ í samstarfi við Púkann. Verkefnið er leitt af Kristínu R. Vilhjálmsdóttur.

Á Púkanum tekur miðstig Grunnskólans á Ísafirði þátt í verkefninu vikuna 14.-19. apríl.

Markmið verkefnisins eru:

·        Að skapa meðvitund um mikilvægi þess að kynnast sögu, styrkleikum og hugmyndaauðgi annarra.

·        Að efna til samræðu um hvernig hver og einn, og rödd hvers og eins, skiptir máli í lýðræðislegu samfélagi.

·        Að hlúa að virðingu hvert fyrir öðru þvert á fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.

Við lítum til fortíðar og framtíðar og stöldrum við í nútímanum. Til að opna á gagnvirka forvitni og áhuga –  opna augu barna á Íslandi fyrir því ríkidæmi sem er að finna á hverjum og einum stað –  munu þau sjálf taka þátt í að skilgreina „ríkidæmið“ í nærumhverfi sínu (fólkið, landslag, náttúru, menningarlíf, menningararf o.s.frv.).